Spánarheimili kynnir:
Nýr kjarni einbýlishúsa í Las Heredades sem er lítill bær norður af Orihuela Costa svæðinu, á milli Algorfa og Rojales en þar er stutt að fara eftir daglegum nauðsynjum eins og á veitingastaði, matvöruverslanir, banka og apótek.
Um er að ræða einbýli sem eru 117 m2 á tveimur hæðum og eru með 3 svefnherbergi og 3 baðherbergi. Lóðirnar eru um 170 m2 með bílastæði á lóð og möguleiki er að bæta við einkasundlaug.
Gengið er inn í nútímalegt eldhús sem er opið til stofu/borðstofu og frá eldhúsi er gengið út á verönd. Út frá stofu finnur þú eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi.
Þegar gengið er upp á efri hæðina finnur þú tvö önnur svefnherbergi, bæði með einkabaðherbergi og útgengi á svalir.
Verð frá 549.000€
tilbúið til afhendigar í mars 2026. Aðeins eru tvær eignir eftir í þessum kjarna.
Nánar um svæðið:
Algorfa er lítill bær í Alicante-héraði sem staðsettur er á bökkum árinnar Segura. Fólk sem hefur heimsótt Algorfa finnur þar fullkominn stað fyrir heimili við strandlengjuna. Hinn frægi La Finca-golfklúbbur er staðsettur í þessum bæ sem auk annarrar þjónustu rekur fimm stjörnu hótel og verslunarsvæði þar sem má finna úrval veitingastaða. Eitt helsta aðdráttarafl Algorfa er fjölbreytt fasteignaúrval sem í boði er; íbúðir af öllu tagi, raðhús og einbýli. Framfærsla og lífsstíll er á vel viðráðanlegu verði í bænum.
Ciudad Quesada – Rojales er staðsett um það bil 8 kílómetra inni í landið frá Costa Blanca við Guardamar de la Segura. Alicante- og Murcia-flugvellir eru báðir í 50 kílómetra fjarlægð og næsta strönd er í innan við 10 mínútna akstursfjarlægð. Miðbær Ciudad Quesada er vel búinn verslunum, börum, veitingastöðum, golfvelli og eigin vatnagarði. Einbýli og raðhús eru fyrirferðamesti hluti fasteignaframboðsins í Quesada, en einnig er það að finna gott úrval íbúða. Framboðið er einkar heillandi: Gæði á góðu verði.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Ísland - skrifstofa
© Copyright SpanarHeimili · All Rights Reserved · Lagalegur fyrirvari · Skilmálar · Cookies · Web Map
Hönnun & CRM: Mediaelx
Smákökur gera þér kleift að sérsníða upplifun þína á vefsíðu okkar, segja okkur hvaða hluta vefsíðna okkar fólk hefur skoðað, hjálpa okkur að mæla árangur auglýsinga og leitar á vefnum og veita okkur innsýn í hegðun notenda svo við getum bætt skilaboðum og vörum okkar. Frekari upplýsingar
Fyrst af öllu, takk fyrir að hafa samband við okkur.
Við höfum móttekið beiðni þína um eignarviðmiðunina:2106. Einn af lyfjum okkar mun hafa samband við þig eins fljótt og auðið er.
Fyrst af öllu, takk fyrir að hafa samband við okkur.
Við höfum fengið beiðni um skýrslu ef þú lækkar verð á eigninni með tilvísuninni: 2106
Í millitíðinni skaltu skoða þetta úrval af svipuðum eignum, sem gætu haft áhuga á þér: