Spanarheimili kynnir:
Falleg einbýlishús staðsett í San Javier, sem er bær í Murcia héraðinu, við Mar Menor innhafið og býður upp á allar nauðsynlegar þjónustur og veitingastaði. Hver eign er með rúmgóðri verönd með einkasundlaug og þaksvölum. Þessar eignir koma á einni hæð og eru 86 m² með 3 svefnherbergi og 3 baðherbergi ásamt nútímalegu eldhúsi sem er í opnu rými með stofu. Frá stofu er aðgengi út á verönd.
Eignin er staðsett í San Javier sem er bær við strendur Mar Menor og Miðjarðarhafið, sem býður upp á framúrskarandi lífsgæði, og er í nálægð við alla nauðsynlegar þjónustur, svo sem matvörubúðir heilsugæslur og skóla. Að auki býður staðsetningin upp á skjótan aðgang að ýmsum afþreyingum, svo sem veitingastöðum, verslunum og afþreyingarsvæðum. Í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð eru nokkrir golfvellir.
Afhending er frá maí 2026.
Nánar um svæðið:
San Javiel er lítill bær og sveitarfélag við Costa de Murcia en honum tilheyra 23 kílómetra strandlengja við Mar Menor. Sveitarfélagið er staðsett við norðurenda Miðjarðarhafstrandlengju Murcia, Costa Cálida. Þarna má finna aðra bæi, eins og Santiago de La Ribera en honum tengist fjögurra kílómetra strandlengja. Bæirnir Castillico, Barnuevo og Colón standa upp úr enda merktir sérstökum gæðastimpli ferðaþjónustunnar. Þjónusta er almennt talin afar góð á svæðinu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is