Spanarheimili kynnir:
Nýr kjarni sem samanstendur af fjórum sjálfstæðum einbýlishúsum, þar af aðeins ein laus. Hvert heimili er með 156 m² lóð og er með rúmgóðri verönd og einkasundlaug. Eignin sjálf er 115 m² og er hönnuð í nútímalegum stíl með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum og með stofu og eldhúsi í opnu rými.
Eignin er staðsett í San Pedro del Pinatar og er við strendur Mar Menor og Miðjarðarhafið, sem býður upp á framúrskarandi lífsgæði, og er í nálægð við alla nauðsynlega þjónustu, svo sem matvörubúðir heilsugæslur og skóla. Að auki býður staðsetningin upp á skjótan aðgang að ýmsum afþreyingum, svo sem veitingastöðum, verslunum og afþreyingarsvæðum. Í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð eru nokkrir golfvellir.
Tilbúið til afhendingar í desember 2025.
Nánar um svæðið
Sérstök staðsetning bæjarins San Pedro del Pinatar við ströndina og náttúrulegt umhverfi á svæðinu hafa ýtt undir vinsældir hans og aukið eftirspurnina á fasteignum þar. Um 14 kílómetra langar strandlengjur skiptast milli innhafsins Mar Menor og Miðjarðarhafsins. Bærinn San Pedro del Pinatar, auk sjálfs kjarna bæjarins, er byggður upp af litlum úthverfum eins og El Mojón, Las Salinas, Los Sáez og Lo Pagán. Mikilvægasta ströndin er Playa de La Puntica en þar er að finna falleg lítil hús og spa-svæði sem nær út á hafið.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is