Spanarheimili kynnir :
Nýr einbýlishúsakjarni í byggingu í Los Alcázares, sem er strandbær í Murcia hérðainu við Mar Menor innhafið og er með allar þjónustur og veitingastaði.
Þessi kjarni samanstendur af 5 einbýlishúsum. Hver eign er með flotta verönd með einkasundlaug, fullkomið til að njóta sólarinnar allt árið um kring.
Þessar eignir koma með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum og eru með fullbúnu eldhúsi sem er opið til stofu. Stofan er með tvöfaldri lofthæð og gefur það meira rými og meira af náttúrulegu ljósi, frá stofunni er aðgengi út á veröndina.
Verð frá €369.000 til €389.000
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið
Los Alcázares er heilsulindarbær, staðsettur við strönd Mar Menor og státar af sjö kílómetra strandlengju frá Los Narejos til Punta Brava. Mar Menor er saltvatnslón 128 ferkílómetrar að stærð er hiti 5 gráðum yfir því sem er í Miðjarðarhafinu. Merkilegt nokk en svæðið er tiltölulega óþekkt og telst eitt best geymda leyndarmál Spánar. Allar strendurnar á svæðinu tengjast með stórkostlegum gönguleiðum. Þær eru fullbúnar með sturtum, gosbrunnum, aðgengi fyrir fatlaða. En þar má einnig iðka vatnsíþróttir og strandleiki. Landslag þar um slóðir er tiltölulega flatt sem gerir Los Alcázares ákjósanlegan fyrir þá sem hafa gaman að hjólreiðum og öðrum íþróttum eins og golfi. Tveir afar góðir golfvellir eru á staðnum: La Serena Golf og Roda Golf. Fjölbreytt úrval fasteigna er á svæðinu alveg frá íbúðum upp í stór einbýlishús en allar eignirnar standa í nálægð við strönd, golf og góða þjónustu.
Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Ísland - skrifstofa
© Copyright SpanarHeimili · All Rights Reserved · Lagalegur fyrirvari · Skilmálar · Cookies · Web Map
Hönnun & CRM: Mediaelx
Smákökur gera þér kleift að sérsníða upplifun þína á vefsíðu okkar, segja okkur hvaða hluta vefsíðna okkar fólk hefur skoðað, hjálpa okkur að mæla árangur auglýsinga og leitar á vefnum og veita okkur innsýn í hegðun notenda svo við getum bætt skilaboðum og vörum okkar. Frekari upplýsingar
Fyrst af öllu, takk fyrir að hafa samband við okkur.
Við höfum móttekið beiðni þína um eignarviðmiðunina:2078. Einn af lyfjum okkar mun hafa samband við þig eins fljótt og auðið er.
Fyrst af öllu, takk fyrir að hafa samband við okkur.
Við höfum fengið beiðni um skýrslu ef þú lækkar verð á eigninni með tilvísuninni: 2078
Í millitíðinni skaltu skoða þetta úrval af svipuðum eignum, sem gætu haft áhuga á þér: