Spánarheimili kynnir:
Nýr kjarni á frábærum stað í La Zenia / Playa Flamenca í göngufjarlægð frá Zenia Boulevard verslunarmiðstöðinni og stutt frá næstu strönd. Þessi íbúðakjarni samanstendur af af fjölbýlishúsum með fallegum garð með sameiginlegri sundlaug.
Um er að ræða samtals 3 blokkir á 4 hæðum með íbúðir á jarðhæð með einkagarði, þakíbúðir með þaksvölum og svo íbúðir á milli hæða með svölum.
Stutt er að nálgast alla hversdags þjónustu og veitingastaði en kjarninn er staðsettur rétt við Mercadona við N-322 í Playa Flamenca.
Hver íbúð er með 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi ásamt eldhúsi sem er opið til stofu og borðstofu. Hægt er að fá 3 svefnherbergja íbúðir líka. Frá stofu er gengið út á einkaverönd sem eru með útsýni að sameiginlega garðinum þar sem eru tvær sundlaugar og sólbaðsaðstaða. Það fylgir einnig með stæði í bílakjallara.
Stærð íbúða frá 73 m2 upp í 100 m2
Fjölbreytt úrval íbúða og er verð frá 330.000€ til 395.000€.
Blokk 1 afhendist í desember 2025 og blokk 2 í mars 2026
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
Orihuela Costa er breið strandlengja á Costa Blanca suður með ótrúlegu útsýni, notalegum víkum, ströndum með hvítum sandi og fögrum Miðjarðarhafsskógi. Strandlengjan er 16 kílómetra löng og er í 20 kílómetra fjarlægð frá borginni. Á síðustu árum hefur verið mikil uppbygging í ferðaþjónustu á svæðinu. Mörg falleg hverfi eru á svæði Orihuela Costa auk glæsilegra golfvalla svo sem Villamartin, Las Ramblas, Campoamor og Las Colinas. Nokkrar verslunarmiðstöðvar eru á svæðinu, þar á meðal ein sú stærsta á Spáni. Þar má einnig finna strendur með bláa fánanum, sem þýðir að þær uppfylli hæstu gæðakröfur sem gerðar eru um strendur Evrópu. Má í því sambandi nefna Punta Prima, Playa de la mosca, Calas de Playa Flamenca, La Zenia, Cabo Roig og Campoamor. Í stuttu máli, fullkominn staður fyrir þá sem velta fyrir sér kaupum á eign við ströndina. Framboðið er mikið og verðið afar samkeppnishæft. Orihuela Costa skiptist upp í nokkrar íbúðabyggðir, hvort sem er nær eða fjær ströndu eða í grennd við golfvöll – allir ættu að geta fundið sitthvað við sitt hæfi.