Spánarheimili kynnir:
Fallegar efri sérhæðir með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum með hita í gólfi, opnu eldhúsi og stofu / setustofu með útgengi út á svalir og þaðan upp á þaksvalir sem eru frá 64m2 til 79m2. Öllum eignum fylgir geymsla í kjallara. Í boði eru eignir sem snúa í suður eða vestur.
Eignirnar eru til afhendingar frá maí til ágúst 2026.
Stór sameiginlegur garður með sundlaug, sólbaðsaðstöðu, leiktækjum og grænum svæðum.
Vinsamlega athugið að öll tæki í eldhús fylgja og húsgögn / raftæki líka !
Innifalið:
Ofn, örbylgjuofn, ísskápur með frysti, innfeld uppþvottavél, helluborð, háfur, aircon (heitt og kalt) og þvottavél.
Rafmagnshlerar fyrir glugga, lýsing, Smart TV (flatskjár), kaffivél, ketill, hárblásari, straujárn, strauborð, þurrkgrind ofl. ofl.
Að okkar mati fallegar sérhæðir á æðislegum stað byggð af vönduðum byggingaraðila.
Verð frá 289.000 evrur til 303.000 evrur + 12-14% kostnaður & gjöld.
Nánar um svæðið:
Ciudad Quesada – er staðsett um það bil 8 kílómetra inni í landið frá Costa Blanca ströndinni við Guardamar de la Segura. Alicante- og Murcia-flugvellir eru báðir í 50 kílómetra fjarlægð og næsta strönd er í innan við 10 mínútna akstursfjarlægð. Miðbær Ciudad Quesada er vel búinn verslunum, börum, veitingastöðum, golfvelli og eigin vatnagarði. Einbýli og raðhús eru fyrirferðamesti hluti fasteignaframboðsins í Quesada, en einnig er það að finna gott úrval íbúða.