Spánarheimili kynnir:
Falleg jarðhæð í lokuðum kjarna á rólegum stað í residencial Gran Sol 1 kjarnanum í Dona Pepa, Ciudad Quesada.
Um er að ræða eign með 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, opnu eldhúsi, svölum með glerlokun og sérgeymslu í kjallara ásamt mjög stórum garði sem er viðhaldslítill enda flísalagður að stæðstu leiti. Einkabílastæði er innan lóðar ásamt útigrillsvæði.
Íbúðinni fylgja öll húsgögn, bæði inni og úti.
Sameiginlega aðstaðan í kjarnanum er glæsileg, tvær sundlaugar og er önnur sundlaugin í aðeins nokkura metra fjarlægð ásamt bílastæðum ofl. og svo er sameiginleg líkamsrækt líka.
Athugasemdir:
Eignin er í Íslensku ehf. félagi sem getur gert kaupin afar einföld.
Ath. að nýleg bifreið getur fylgt kaupunum fyrir rétt verð. Um er að ræða Huyndai Santa Fe 2018 árgerð, sjsk., 7 manna og einungis ekinn 80 þús. km. Verðgildi 29.900 evrur.
Nánar um svæðið:
Ciudad Quesada – er staðsett um það bil 8 kílómetra inni í landið frá Costa Blanca ströndinni við Guardamar de la Segura. Alicante- og Murcia-flugvellir eru báðir í 50 kílómetra fjarlægð og næsta strönd er í innan við 10 mínútna akstursfjarlægð. Miðbær Ciudad Quesada er vel búinn verslunum, börum, veitingastöðum, golfvelli og eigin vatnagarði. Einbýli og raðhús eru fyrirferðamesti hluti fasteignaframboðsins í Quesada, en einnig er það að finna gott úrval íbúða.