Þessi nútímalega glæsieign snýr í suðvesturátt í Moraira býður upp á bæði fullkomna ró og yndisleg þægindi, staðsett aðeins í stuttu akstursfæri frá ströndum, verslunum, veitingastöðum og miðbænum. Húsið stendur á 817 m² lóð og spannar 497 m² með vandaðri hönnun og hágæða byggingarefni.
Á jarðhæðinni er stór forstofa og opið rými, fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergjum og opðið eldhús með eyju, stofu og borðstofu, auk þvottahús. Stofan opnast út á að hluta yfirbyggða verönd með sem býður m.a. upp á sundlaug og útieldhús ásamt gestasalerni og geymslu.
Á efri hæðinni er hjónaherbergið með en-suite baðherbergi, fataherbergi og sérverönd.
Lóðin er afgirt og með fallegum garði með sjálfvirku vökvunarkerfi.
Hágæða frágangur innifelur álsmíði, postulínsflísar, sérsmíðaðar innréttingar og fullbúin eldhús og baðherbergi. Eignin er með gólfhita, loftræstingu með kerfi fyrir hitun og kælingu, sundlaug með LED lýsingu og uppsett öryggiskerfi.