Þetta einstaka nútímalega einbýlishús er í byggingu og er staðsett á einu eftirsóttasta svæði Moraira, aðeins í stuttri akstursfjarlægð frá miðbænum, fallegum ströndum þorpsins, heillandi veitingastöðum, verslunum og matvöruverslunum.
Húsið er er samtals 497 m² á 817 m² lóð og er á þremur hæðum. Í kjallara er rúmgóður bílskúr, þvottahús og geymsla. Á aðalhæðinni er glæsileg forstofa, gestasalerni, nútímalegt opið eldhús, björt og rúmgóð stofa/borðstofa, tvö svefnherbergi og sameiginlegt baðherbergi. Frá þessari hæð er gengið út á stóra verönd með sundlaug og yndisleg aðstaða fyrir útiveru og slökun.. Fullbúið eldhús er með hágæða innréttingu, borðplötum og tækjum. Baðherbergin eru með Roca innréttingum og Targa krómkrana.
Efri hæðin er tileinkuð hjónasvítunni sem er með en-suite baðherbergi, fataherbergi og aðgangi að sérverönd með stóbrotnu sjávarútsýni.
Húsið er m.a. úbúið með gólfhita í öllu húsinu með lofthitakerfi, loftræstingu, handrið úr gleri og ryðfríu stáli,þjófavarnarkerfi með möguleika á fjarskiptabúnaði og 8x4m sundlaug með útisturtu.
Þetta töfrandi einbýlishús býður upp á nútímalegan lúxus á frábærum stað við ströndina, fullkomið fyrir þá sem leita að bæði glæsileika, lúxus og þægindi.