Þetta einstaka einbýlishús í Ibiza-stíl sem er fágaður vinsæll stíll á Spáni er í byggingu í friðsælu íbúðarhverfi Moraira á Costa Blanca. Staðsett á 807 m² lóð með stórkostlegu útsýni yfir Miðjarðarhafið og Peñón de Ifach. Í stuttri akstursfjarlægð frá miðbæ Moraira, sem býður upp á úrval af fallegum ströndum, veitingastöðum, börum, matvöruverslunum og allri þjónustu.
Húsið er á tveimur hæðum, samtals 271 m². Jarðhæðin er með opnu rými og með fullbúnu nútímalegu eldhúsi, borðstofu og rúmgóðri stofu. Við hlið eldhúss er þvottahús. Á þessari hæð er einnig gestasalerni, tvö svefnherbergi og sameiginlegt baðherbergi. Úr eldhúsi og stofu/borðstofu er hægt að ganga beint út á veröndina, sundlaugarsvæðið og útieldhús. Efri hæðin er með tveimur en-suite svefnherbergjum, hvert með aðgangi að sérverönd með töfrandi sjávarútsýni. Sórkostleg eign á mjög eftirsóttu svæði
.