Staðsett í friðsælum fjallagarð við Polop eru þessi stórglæsilegu einbýlishús nú í byggingu, húsin bjóða upp á fullkomna samsetningu af nútímalegri hönnun og náttúrufegurð. Aðeins nokkrum mínútum frá fallega fjallaþorpinu Polop og stutt frá ströndum Albir, Benidorm og Altea.
Byggingarverkefnið býður upp á nokkrar mismunandi tegundir eigna, hús með öllum herbergjum, garði og sundlaug á einni hæð, eða eignir á tveimur hæðum. Hvert hús er hannað með umhverfið og hagkvæmni í huga með orkusparandi kerfum eins og sólarrafhlöðum, loftfita- og kælingarkerfi. Opnar og bjartar stofur með stórum gluggum bjóða upp á náttúrulegt ljós og stórkostlegt útsýni yfir nærliggjandi fjöll og dali.
Eldhúsin eru fullkomlega útbúin með nútímalegum tækjum og stofurnar renna saman við stóra verönd sem býður upp á marga möguleika eins og til dæmis útieldhús eða til íþróttariðkana. Villurnar bjóða upp á fjölbreytta svefnherbergja-uppsetningar með baðherbergjum í tengd við hjónaherbergið. Sérstaklega vel hannað til að nýta plássið sem best, með rúmgóðum geymslum og innbyggðum fataskápum og enn er möguleiki á að breyta skipulagi eftir persónulegum óskum.
Húin bjóða upp á einkagarða, bílastæði og möguleika á einkasundlaug.
Ef þú ert að leita að umhverfisvænni eign með nútímalegum lúxus, nálægt náttúrunni og á sama tíma með öllum þeim þægindum sem nauðsynleg eru fyrir daglegt líf, þá er þetta eiginin þín. Hvort sem sem um er að ræða varanlega búsetu eða til að njóta í fríi, bjóða þessar eignir upp á fullkomið rými til að njóta bæði þæginda og fegurðar Costa Blanca og alls sem að lífið við Miðjarðarhafið hefur upp á að bjóða.