Upplifðu borgarlífið í hjarta Alicante í þessum glæsilegu 3ja og 4ra herbergja íbúðum nýju fjölbýlishúsi sem nú er í byggingu. Hver íbúð býður upp á rúmgott opið rými með nútímalegu eldhúsi, hannað með þægindi og glæsileika í huga. Stórar svalir og gluggar bjóða upp á stórkostlegt útsýni yfir Miðjarðarhafið, höfnina í Alicante og yfir borgina.
Í þessu einstaka fjölbýlishúsi er stórfengleg þakverönd með sameiginlegri sundlaug og einstöku útsýni – fullkomið fyrir afslöppun og til að njóta fegurðar Alicante. Bílastæði fylgja með sem er mikils virði í Alicanteborg.
Staðsetningin er óviðjafnanleg, í göngufæri við helstu þjónustu, afþreyingu, veitingastaði, skóla og menningar- og sögulega miðbæinn. Gullfallegar strendur, snekkjuhöfn, frægir golfvellir og alþjóðaflugvöllurinn eru í næsta nágrenni, sem gerir þetta að fullkomnu tækifæri til að búa á einu eftirsóttasta svæði í Alicanteborg.