Spánarheimili kynnir: Tvær síðustu íbúðirnar í nýju íbúðahverfi í Pilar de la Horadada, bær sem er aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá næstu strönd og um það bil 15 mínútna akstri frá verslunarmiðstöðinni Zenia Boulevard.
Um er að ræð kjarna sem samanstendur af efri og neðri hæðum með sérinngangi. Sameiginlegum garði með sundlaug og einkabílastæðum fyrir íbúðirnar innan kjarnarns.
Í boði eru tvær íbúðir á jarðhæð. Þær eru með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, auk nútímalegs eldhúss sem er opið við stofu, þaðan sem gengið er út á veröndina.
Verð: 259.900€
Nánar um svæðið:
Pilar de la Horadada er staðsett 3 kílómetra frá ströndinni við El Mojon. Bærinn er í um það bil 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Murcia San Javier flugvellinum og um það bil einnar klukkustundar aksturs suður af flugvellinum í Alicante. Pilar de la Horadada er staðsett nálægt öruggum sandströndum Mar Menor. Svæðið er að mestu leyti landbúnaðarsvæði; umkringt markaðsgörðum, aldingarði, sítruslundum og sveitabæjum. Hann er syðsti bærinn á Costa Blanca og þar hefur átt sér stað mikil uppbygging á síðustu árum. Í bænum er mikið og fjölbreytt úrval íbúða við sjávarsíðuna en þar er einnig að finna áhugaverð, nýbyggð raðhús og einbýli sem fullyrða má að séu verðlagt á afar sanngjarnan máta.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is