Spánarheimili kynnir:
Einstakt einbýlishús sem er staðsett í rólegum spæsnkum bæ nokkrum mínútum frá Orihuelaborg. Hægt er að finna allar nauðsynlegar þjónustur á svæðinu, til má nefna veitingastaði, matvörubúðir, apótek og fleiri verslanir. Annars er ekki nema um 20 mínútna keyrsla inn í Murciaborg og þar er allt að finna, meðal annars stórar og miklar verslunarmiðstöðvar, IKEA og fleira.
Um er að ræða einstaka villu sem var byggð árið 2006 og situr á 450m lóð, er með einkagarð með útieldhúsi og upphitaða sundlaug, með vatnsnuddi, sem er hægt opna og loka svo hægt sé að njóta þess allt árið í kring.
Það sem gerir þessa eign svo einstaka er að þú ert með lyftu sem fer niður í kjallarann og þar finnur þú með stóran bílskúr með pláss fyrir allt 4-5 bíla, líkamsrækt og finnskri saunu ásamt glæsilegum vínkjallara.
Eignin er með 3 svefnherbergjum, með möguleika að bæta við öðru svefnherbergi, 2 baðherbergjum og 2 auka klósettum og rúmgóðri stofu/borðstofu og flottu eldhúsi.
Meðal fjölmargra aukahluta sem fylgja þessarri eign má meðal annars finna gólfhiti, loftræstingu um allt húsið og sólarsellur.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is