Þessi lúxusvilla er í byggingu í Sierra Cortina í Finestrat. Húsið verður byggt á mjög stóri lóð með fimm öðrum einbýlishúsum sem er verið að byggja í sama kjarna. Staðsett er í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá tveimur golfvöllum, verslunarmiðstöð og ströndum Playa Poniente og La Cala. Húsið snýr i suðurátt og býður upp stórbrotið sjávarútsýni. Þrjár hæðir eru í einbýlishúsinu. Á aðalíbúðarhæðinni er stór stofa og borðstofa með opnu og fullbúnu eldhúsi. Beint út úr stofu og eldhúsi er gegnið út á stóra verönd sem er að hluta til yfirbyggð og þar úti er glæsileg infinity sundlaug og nóg pláss fyrir frábærar samverustundir. Á fyrstu hæð eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Aðalsvefnherbergið er með en-suite baðherbergi og fataskápa herbergi, hin tvö svefnherbergin deila öðru baðherberginu. Öll herbergin þrjú hafa aðgang að stórum svölum með sjávarútsýni. Þaksvalirnar sjálfar eru yfir 100 fermetrar og að hluta til yfirbyggðar tilvalið til að stunda íþróttir á og/eða vera með útieldhús, möguleikarnir fyrir þessar glæsilegu þaksvalir eru óendanlegur. Á neðstu hæð einbýlishússins er fjórða svefnherbergið með en-suite baðherbergi, stórt þvottaherbergi, gestasalerni, bílskúr fyrir tvo bíla og 55 fermetra rými sem gæti mögulega verið breytt í líkamsrækt,bíóherbergi, heilsulind eða leikherbergi. Húsið er búið gólfhita, loftkælingu með Airzone kerfi, loftræstikerfi með varma endurheimtu og er með foruppsetningu fyrir lyftu sem tengir allar hæðir húsins
Nánar um svæðið:
Finestrat er við Benidorm sem er einn af vinsælli ferðamannastöðum Spánar, staðsettur í Valencia-héraði og telst höfuðborg Costa Blanca. Í dag er bærinn byggður hágæða hótelum og skýjakljúfum sem taka á móti jafn mörgum ferðamönnum erlendis frá og Spáni. Flestar verslanir og veitingahús eru í gamla bænum, en sá hluti var áður virki. Þröngar göturnar búa yfir miklum sjarma og mynda eins konar völundarhús stræta, gatna og innskota sem geyma fjöldann allan af áhugaverðum litlum búðum auk veitingahúsa og bara sem bjóða upp á gómsæta smárétti eða Tapas. Í Benidorm má finna margar af hæstu byggingum Spánar og fasteignaúrvalið er afar fjölbreytt. Hvort sem um fjárfestingu eða afslöppun er að ræða er öruggt að Finestrat tekur sérstaklega vel á móti þeim sem kaupa fasteign á staðnum.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is