Þessi nýi glæsilegi íbúðarkjarni býður upp á alla þjónustu og er aðeins 500 metra frá ströndinni. Íbúðirnar sameina gæði og nútímalegan stíl, með björtum og fallegum herbergjum, stórum svölum þar sem hægt er að njóta sólarinnar allan daginn og frábæru sameiginlegu útisvæði.
Í boði eru íbúðir með 2 eða 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, björtu fallega innréttuðuð opnu eldhúsi, stofu og borðstofu, þar sem öll hágæðaheimilistæki frá Siemens eru innifalin. Hver íbúð snýr annaðhvort í suður, suð-austur eða suð-vestur og tryggir þannig mikið sólarljós allt árið um kring.
Kjarninn býður einnig upp á fjölbreytileg sameiginleg svæði þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi eins og klúbbhús, líkamsrækt, glæsilegt sundlaugarsvæði með tveimur 25 metra sundlaugum og heitum pottum, leiksvæði fyrir börn og minigolf.
Möguleiki á að kaupa bílastæði í bílskýli og geymslurými.
Tilbúið til afhendingar haustið 2026.
Um svæðið:
Villa Joyosa er fallegur spænskur strandbær aðeins 30 mínútum norður af Alicante, þekktur fyrir fallega sandströnd og röð marglitra húsa sem prýða bæinn. Héðan er hægt að taka lestina (stöðin er í 5 mínútna göngufjarlægð frá íbúðarkjarnanum) bæði til Alicante og Benidorm, og jafnvel upp til Altea og Denia. 15 mínútna keyrsla færir þig til ýmissa skemmtigarða, vatnsrennibrautagarða og dýragarða. Á svæðinu er einnig gott úrval golfvalla í nágrenninu, og það er stutt í næturlíf og afþreyingu í Benidorm.
Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Ísland - skrifstofa
© Copyright SpanarHeimili · All Rights Reserved · Lagalegur fyrirvari · Skilmálar · Cookies · Web Map
Hönnun & CRM: Mediaelx
Smákökur gera þér kleift að sérsníða upplifun þína á vefsíðu okkar, segja okkur hvaða hluta vefsíðna okkar fólk hefur skoðað, hjálpa okkur að mæla árangur auglýsinga og leitar á vefnum og veita okkur innsýn í hegðun notenda svo við getum bætt skilaboðum og vörum okkar. Frekari upplýsingar
Fyrst af öllu, takk fyrir að hafa samband við okkur.
Við höfum móttekið beiðni þína um eignarviðmiðunina:1169. Einn af lyfjum okkar mun hafa samband við þig eins fljótt og auðið er.
Fyrst af öllu, takk fyrir að hafa samband við okkur.
Við höfum fengið beiðni um skýrslu ef þú lækkar verð á eigninni með tilvísuninni: 1169
Í millitíðinni skaltu skoða þetta úrval af svipuðum eignum, sem gætu haft áhuga á þér: