Til sölu flottur nýr íbúðarkjarni sem er staðsettur Pilar de la Horadada, sem er notalegur bær 10 mínútum frá La Zenia svæðinu og um 10 mínútur frá næstu strönd. Stutt er að komast í allar þjónustur á svæðinu, eins og veitingastaði og matvörubúðir.
Kjarnin samanstendur af 12 íbúðum á efri og neðri hæðum. Nokkri valkostir af íbúðum er um að ræða, íbúðir með 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi og íbúðir eða 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi. Hver valkostur bíður upp á þægindi og stíl.
Innréttingarnar skera sig úr með glæsilega og hagnýta hönnun, með fullbúnum eldhúsum, þar á meðal eldhústækjum. Allar eignirnar eru með foruppsetningu á loftræstingu, svo eru efri sérhæðirnar með einka þaksvölum
Kjarnin er með aðlaðandi sameiginlegu sundlaugarsvæði, tilvalið til að slaka á og njóta
Stærð íbúða frá 66m² til 97m².
Verðin eru frá 239,900€ til 319,900€
Tilbúið til afhendingar desember 2025
Nánar um svæðið
Pilar de la Horadada er staðsett 3 kílómetra inn í landið frá ströndinni við El Mojon að telja. Dvalarstaðurinn er í um það bil 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Murcia San Javier flugvellinum og um það bil einnar klukkustundar aksturs suður af flugvellinum í Alicante. Pilar de la Horadada er fullkomlega staðsett nálægt öruggum sandströndum Mar Menor. Svæðið er að mestu leyti landbúnaðarsvæði; umkringt markaðsgörðum, aldingarði, sítruslundum og sveitabæjum. Hann er syðsti bærinn á Costa Blanca og þar hefur þar átt sér stað mikil uppbygging á umliðnum árum. Í bænum er mikið og fjölbreytt úrval íbúða við sjávarsíðuna en þar er einnig að finna áhugaverð, nýbyggð raðhús og einbýli sem fullyrða má að séu verðlagt á afar sanngjarnan máta.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is