Þessi fallegu lúxus einbýlishús eru í byggingu í Sierra Cortina íbúðahverfinu, aðeins örstutt frá La Marina Finestrat verslunarmiðstöðinni og nokkrum mínútum frá fallegum sandströndum Playa Poniente og La Cala.
Einbýlishúsin eru á tveimur hæðum, með aðalinngangi á jarðhæð, þar er rúmgóð samsett stofa og borðstofa með fullbúnu opnu eldhúsi og rúmgott svefnherbergi með en-suite baðherbergi. Bæði stofa og svefnherbergi eru með rennigluggum frá gólfi til lofts sem veita mikla náttúrulega lýsingu, og veita einnig aðgang að hluta yfirbyggðri verönd og að sundlauginni. Á efri hæð eru tvö svefnherbergi til viðbótar, hvert með sér baðherbergi og sérverönd. Undir einbýlishúsinu er yfirbyggð bílastæði með plássi fyrir tvo bíla. Möguleiki er á að bæta við kjallara með auka herbergjum eða vinnurými, líkamsræktarstöð, bílskúr o.fl. Einbýlishúsið er með orkumerki A og gólfhiti á öllum baðherbergjum, foruppsetning fyrir sólarrafhlöður og garður með sjáfvirku vökvunarkerfi.
Nánar um svæðið:
Finestrat er við Benidorm sem er einn af vinsælli ferðamannastöðum Spánar, staðsettur í Valencia-héraði og telst höfuðborg Costa Blanca. Í dag er bærinn byggður hágæða hótelum og skýjakljúfum sem taka á móti jafn mörgum ferðamönnum erlendis frá og Spáni. Flestar verslanir og veitingahús eru í gamla bænum, en sá hluti var áður virki. Þröngar göturnar búa yfir miklum sjarma og mynda eins konar völundarhús stræta, gatna og innskota sem geyma fjöldann allan af áhugaverðum litlum búðum auk veitingahúsa og bara sem bjóða upp á gómsæta smárétti eða Tapas. Í Benidorm má finna margar af hæstu byggingum Spánar og fasteignaúrvalið er afar fjölbreytt. Hvort sem um fjárfestingu eða afslöppun er að ræða er öruggt að Finestrat tekur sérstaklega vel á móti þeim sem kaupa fasteign á staðnum.