Spánarheimili kynnir:
Casa Rey Carlos er glænýtt fjölbýli sem býður upp á 10 einstakar íbúðir.. Hannaðar í nútímalegum stíl og í hæðsta gæða klassa er hægt að velja eignir með tveimur eða þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Eignirnar eru staðsettar í miðbæ fallegu hafnarborgarinnar Cartagena. Á efstu hæðinni eru sameiginlegar þaksvalir þar sem allir íbúar í húsinu geta notið þess að slaka á og njóta sólarinnar í rólegheitum þrátt fyrir að búa í miðri borginni. Bílastæði og geymsla fylgir.
Verð frá 275.500 evrur
Stærð frá 103m2
Tilbúin til afhendingar og innflutnings haust 2024
Um svæðið:
Cartagena er borg sem hefur upp á allt að bjóða, hvort sem það er menning og list, matur og veitingahús, fegurð og fallegar strendur. Cartagena er önnur stærsta borg Murcia-héraðsins gullfalleg hafnarborg og mikilvægasta flotastöð Spánar við Miðjarðarhafið Veðrið hér er líka frábært, sjaldan meira en 300 mm rigning - árið 2014 var meðalhitinn 20,4 gráður, sem gerði hana að heitustu borg Evrópu það árið.Náttúrufegurð svæðisins er fullkomin fyrir útivist, þar á meðal gönguferðir, sund og siglingar. Í borginni er líflegt andrúmsloft með blöndu af hefðbundnum og nútímalegum áhrifum. Hér finnur þú úrval af veitingastöðum, börum og kaffihúsum þar sem þú getur notið staðbundinnar matargerðar, þar á meðal ferskt sjávarrétti og hefðbundin spænskan mat.
.