Spánarheimili kynnir:
Dásamlegt einbýli. 3 svefnhergbergi, 2 baðherbergi og björt stofa-borðstofa með arin og mikilli lofthæð. Úr stofunni er útsýni yfir garðinn, þakinn fallegum blómum og ávaxtatrjám, sundlaugina og Miðjarðarhafið. Eldhúsið er rúmgott og opið inn í stofu. Þaksvalir með stórkostlegu útsýni bæði yfir hafið og fjöllin. Kjallari sem notaður er til geymslu. Geggjað úteldhús með grilli þar sem hægt er að njóta spánarlífsins til fulls.
Um svæðið:
La Nucia er örstutt inn í landi frá Benidorm eða max 10 mín keyrsla á ströndina og líka í alla skemmti- , vatnsrennubrauta- og dýragarði. Aðeins 45 mín frá flugvellinum í Alicante. Stutt í golfvelli, fjallgöngur og alla útivistarmöguleika. Öll þjónusta nálægt og mikið úrval af alþjóðlegum skólum fyrir börn í næsta nágrenni. Frábær staðsetning þar sem er stutt í allar áttir.