Frábærar íbúðir við Puig Campana Golfvöllinn tilbúnar til afhendingar í desember 2025. Um er að ræða glæsilegar íbúðir með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum opnu eldhúsi og stofu, möguleiki á mismundani stærðum og hæðum. Jarðhæð kemur með verönd, fyrsta hæð með stóru svölum og efsta hæðin með geggjuðum þaksvölum. Bílastæði innifalið. Þetta verður stórglæsilegur íbúðarkjarni fullkomin fyrir golfara, frábært til eigin nota en einnig sem fjárfesting, því íbúðir í Finestrat eru í stöðugri eftirspurn til útleigu og eru fljótar að seljast.
Stórkostleg sameiginleg svæði með sundlaugum, tennisvöllum, grænt útisvæði og leikvöllur fyrir börnin.
Nánar um svæðið:
Finestrat er við Benidorm sem er einn af vinsælli ferðamannastöðum Spánar, staðsettur í Valencia-héraði og telst höfuðborg Costa Blanca. Í dag er bærinn byggður hágæða hótelum og skýjakljúfum sem taka á móti jafn mörgum ferðamönnum erlendis frá og Spáni. Flestar verslanir og veitingahús eru í gamla bænum, en sá hluti var áður virki. Þröngar göturnar búa yfir miklum sjarma og mynda eins konar völundarhús stræta, gatna og innskota sem geyma fjöldann allan af áhugaverðum litlum búðum auk veitingahúsa og bara sem bjóða upp á gómsæta smárétti eða Tapas. Í Benidorm má finna margar af hæstu byggingum Spánar og fasteignaúrvalið er afar fjölbreytt. Hvort sem um fjárfestingu eða afslöppun er að ræða er öruggt að Finestrat tekur sérstaklega vel á móti þeim sem kaupa fasteign á staðnum.