Spánarheimili kynnir:
Glæsileg parhús með bílskúr staðsett í bænum Los Belones við sunnanvert Mar Menor innhafið. Um er að ræða einungis 3 eignir en þær eru á tveimur hæðum með 4 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum. Öll svefnherbergi eru með innbyggðum fataskápum og skúffum. Eldhúsið er fullbúið með öllum tækjum og sumareldhús á verönd er einnig innifalið.
Húsin eru 110 m2 á tveimur hæðum, 55 m2 þaksvalir, 12 m2 einkasundlaug og 19 m2 bílskúr. Sérgarður fylgir eigninni með einkasundlaug en lóðirnar eru frá 135 m2 til 165 m2.
Verð frá 285.00€ til 295.000€
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
Cartagena er með stærri sveitarfélögum á Spáni hvar finna má hafnarborg og flotastöð í Murcia-héraði í suðausturhluta Spánar. Borgin var stofnuð af Karþagómönnum um 220 fyrir Krists burð. Um er að ræða sveitarfélag sem teygir sig frá Mar Menor í norðri, gegnum Los Alcazares og að strönd Mazarrón í suðri. Þar má finna úrval fasteigna og afbragðs þjónustu. Í því sambandi má nefna Mar de Cristal, Los Urrutias, Los Nietos, Playa Honda og Cabo de Palos, sem er frægt fyrir höfn sína og vita. Borgin blómstraði á rómverska tímabilinu og meðal margra rómverskra rústa sem þar má sjá eru útileikhús frá 1. öld fyrir Krists burð og Case de la Fortuna; einbýlishús með einstökum veggmyndum og mósaík.