Spánarheimili kynnir:
Flott einbýli í nýjum kjarna (fasi II) í Balsicas sem er bær staðsettur í Murcia héraðinu, rétt fyrir utan San Javier og er stutt í næstu þjónustu og veitingastaði í bænum. Einnig tekur um 5-10 mínútur að keyra til að nálgast næstu strönd á svæðinu.
Kjarninn samanstendur af 6 einnar hæða einbýlishúsum með veröndum með einkasundlaugum og bílastæði inn á lóðinni og 91 m2 þaksvalir með útieldhúsi þar sem hægt er að njóta sólarinnar allan ársins hring.
Hver eign er hönnuð með nútímalegum stíl og opnu skipulagi og kemur með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum ásamt fullbúnu opnu eldhúsi og rúmgóðri borðstofu og stofu með aðgengi út á verönd.
Verð frá 291.000€ - 303.000€.
Tilbúið til afhendingar í Febrúar 2025.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is