ATHUGIÐ - AÐEINS EIN NEÐRI SÉRHÆÐ EFTIR, VERÐ AÐEINS 249.000 OG ALLT INNIFALIÐ SBR. RAFTÆKI Í ELDHÚSI & HÚSGAGNAPAKKI !
Um er að ræða mjög vandaðar efri eða neðri sérhæðir/penthouse á frábærum stað með útsýni yfir Miðjararhafið.
Íbúðirnar eru allar með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum ásamt opnu eldhúsi, borðstofu og stofu með aðgengi út á svalir/garð/þaksvalir. Þessum síðustu íbúðum fylgja öll tæki í eldhús sbr. ofn, helluborð, vifta, ísskápur, örbylgjuofn, uppþvottavél og hitavatnsgeymir.
Neðri sérhæðir eru með einkagarði með beinu aðgengi út í sameiginlegan garð þar sem þú finnur sundlaug, sólbaðsaðstöðu og líkamsræktar aðstöðu.
Efri sérhæðir / penthouse eru með svölum og út frá svölum er stigi upp á stórar þaksvalir.
Stærð íbúða frá 94m2 og öllum íbúðum fylgir stæði í bílakjallara ásamt lokaðri geymslu. Lyfta er í kjarnanum.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
Bærinn Pilar de la Horadada er staðsettur ca. 3 kílómetra inn í landið frá ströndinni við El Mojon og Torre de la Horada. Einungis er um 15 mínutna akstur til td. Zenia Boulevard verslunarmiðstöðvarnar.
Það er um það bil 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Murcia San Javier flugvellinum og um það bil einnar klukkustundar aksturs suður af flugvellinum í Alicante. Svæðið var að mestu leyti landbúnaðarsvæði, umkringt markaðsgörðum, aldingarði, sítruslundum og sveitabæjum en síðastliðin ár hefur risið upp öflugt og aðlaðandi svæði sem má segja að sé mjög miðsvæðið ef miðað er við strendur, golfvelli, verslanir ofl. Pilar de la Horada er syðsti bærinn á Costa Blanca og er á bæjarmörkunum við Murcia hérað og skemmtilega strandbæji eins og San Pedro og San Javier. Það má fullyrða að á þessu svæði fær maður mikið fyrir peninginn.