Spánarheimili kynnir: 14 flottar villur í Santiago de la Ribera sem er rólegur spænskur bær í Murcia héraðinu, við San Javier. Flott staðsetning þar sem þú ert í ca. 10-15 mínútur að labba niður á strönd og stutt er í veitingastaði, matvöruverslanir og aðra þjónustu á svæðinu. Öll húsin sitja á 164 m2 lóðum nema eitt hornhúsið situr á 211 m2 lóð og snúa þau öll austurátt, fyrir aftan húsin eru flottar verandir og einkasundlaugum sem snúa í vesturátt. Húsin sjálf verða 109 m2 á tveimur hæðum með stórum þaksvölum og verða með 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi. Á jarðhæðinni er gengið inn í andyri beint á móti stiganum og þar er opið alrými með flottu nútímalegu eldhúsi, borðstofu og setustofu. Einnig má finna eitt baðherberg og eitt svefnherbergi á jarðhæðinni. Gengið er upp stigan á næstu hæð og þar má finna hin tvö svefnherbergin og hitt baðherbergið. Hjá stigan er gengið út á svalir með stiga upp á þaksvalirnar og undir stiganum er gemysla. Verð frá 370.000€ - 437.000€ Tilbúið til afhendingar í maí 2024 Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is Nánar um svæðið: San Javiel er lítill bær og sveitarfélag við Costa de Murcia en honum tilheyra 23 kílómetra strandlengja við Mar Menor. Sveitarfélagið er staðsett við norðurenda Miðjarðarhafstrandlengju Murcia, Costa Cálida. Þarna má finna aðra bæi, eins og Santiago de La Ribera en honum tengist fjögurra kílómetra strandlengja. Bæirnir Castillico, Barnuevo og Colón standa upp úr enda merktir sérstökum gæðastimpli ferðaþjónustunnar. Þjónusta er almennt talin afar góð á svæðinu.