Spánarheimili kynnir:
Þakíbúð með stórkostlegu sjávarútsýni staðsett í Torreblanca, aðeins 600m frá ströndinni. Eignin er 80m2 og samanstendur af 2 svefnherbergjum og 1 baðherbergi, stofu með verönd, vel búið eldhús og 57m2 þakverönd, með grilli og nuddpotti þar sem er hægt að njóta glæsilegs útsýnis yfir hafið og nærliggjandi svæði. Innifalið í verði er bílastæði í bílakjallara. Íbúðin er staðsett mjög nálægt matvöruverslunum, börum og veitingastöðum og fjölbreyttri þjónustu gangandi. Selst án húsgagna.
Nánar um svæðið:
Torrevieja er borg í austurhluta Alicante-héraðs Spánar, á Costa Blanca. Borgin er þekkt fyrir milt Miðjarðarhafsloftslag sitt og strandlengju. Göngugötur liggja meðfram fögrum sandströndum. Torrevieja er borg þar sem njóta má lífsins utandyra, borg sem brosir ætíð mót hafinu, borg sem er rík af hefðum og venjum en um leið nútímaleg og opin öllu sem vilja njóta lífstílsins við Miðjarðarhafið. Inni í landinu er Lagunas de la Mata-Torrevieja náttúrugarðurinn með skemmtilegum gönguleiðum og tveimur saltvötnum, annað bleikt og hitt grænt. Staðsetning Torrevieja á Íberíuskaganum þýðir að þar er meðalhiti um 18°C og meira en 300 sólskinsdagar á ári hverju. Eigendur fasteigna í Torrevieja njóta þróaðra innviða; menntastofnana, heilsugæslu, vatnagarða og verslana.