Spánarheimili kynnir:
Glæsileg einbýli í Finestrat með stórkostlegu skyline útsýni yfir Benidorm og Miðjarðarhafið. Einstök topphönnunar einbýlishús á stórum lóðum fyrir viðskiptavini sem vilja það besta af því besta.
· Meira en 300 m2 af glæsilegu húsnæði á tveimur hæðum
· 4 stór svefnherbergi öll með einka baðherbergi plús eitt gestasalerni
· Extra stórar lóðir með sjávarútsýni og yfir Benidorm skyline
· Einka infinitysundlaug 10 x 3 m, með saltvatni
· Fullbúinn garður í Miðjarðarhafsstíl með plöntum, pálmatrjám, gervigrasi, lýsingu og sjálfvirkri vökvun
· Stór bílskúr fyrir tvo bíla og sér geymsla
· Lyfta
· Stórt eldhús búið Siemens heimilistækjum
· Þvottahús með Siemens þvottavél og þurrkara
· Uppsetning á loftkælingu
· Gólfhiti
Afhending 2025
Nánar um svæðið:
Finestrat er við Benidorm sem er einn af vinsælli ferðamannastöðum Spánar, staðsettur í Valencia-héraði og telst höfuðborg Costa Blanca. Í dag er bærinn byggður hágæða hótelum og skýjakljúfum sem taka á móti jafn mörgum ferðamönnum erlendis frá og Spáni. Flestar verslanir og veitingahús eru í gamla bænum, en sá hluti var áður virki. Þröngar göturnar búa yfir miklum sjarma og mynda eins konar völundarhús stræta, gatna og innskota sem geyma fjöldann allan af áhugaverðum litlum búðum auk veitingahúsa og bara sem bjóða upp á gómsæta smárétti eða Tapas. Í Benidorm má finna margar af hæstu byggingum Spánar og fasteignaúrvalið er afar fjölbreytt. Hvort sem um fjárfestingu eða afslöppun er að ræða er öruggt að Benidorm tekur sérstaklega vel á móti þeim sem kaupa fasteign á staðnum.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is