Spánarheimili kynnir:
TILBOÐ TIL LOKA JÚNÍ 2024.
Þeir sem festa sér þessa eign fá öll húsgögn ásamt raftækjum í eldhús.
Nýr kjarni parhúsa og einbýlishúsa í Los Montesinos sem er fallegur spænskur bær á Orihuela Costa svæðinu og sem býður upp á allar nauðsynjar eins og veitingastaði, matvöruverslanir, banka, apótek ofl.
Um er að ræða parhús sem eru 99 m2 á tveimur hæðum með þaksvölum og eru með 3 svefnherbergi og 3 baðherbergi. Lóðirnar eru frá 140 m2 - 183 m2, allar með einkasundlaug og bílastæði inn á lóð.
Gengið verður inn hjá nútímalegu eldhúsi sem verður opið til stofu/borðstofu og frá stofunni er gengið út á verönd með sundlauginni. Við eldhúsið finnur þú eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi.
Þegar gengið er upp á efri hæðina finnur þú tvö önnur svefnherbergi, bæði en-suite með einkabaðherbergi og svo er stigi sem leiðir þig upp á þaksvalirnar þar sem hægt er að njóta sólarinnar allan daginn, allt árið.
Verð frá 329.000€
Til afhendingar í maí 2025.
Einnig eru órfá einbýlishús í boði í þessum íbúðarkjarna
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 558-5858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
Los Montesinos er fallegur spænskur bær um það bil 12 kílómetra inni í landið frá ströndinni í Guardamar de la Segura. Alicante- og Murcia-flugvellir eru báðir í 50 kílómetra fjarlægð. Bærinn Ciudad Quesada er í ca. 10 mín. akstursfjarlægð sem er vel búinn verslunum, börum, veitingastöðum, golfvelli og eigin vatnagarði. Einbýli og raðhús eru fyrirferðamesti hluti fasteignaframboðsins í Los Montesinos. Fjöldi golfvalla er í 10-15 mín. akstursfjarlægð eins og Vistabella Golf, La Finca Golf og La Marquesa Golf ásamt fleirri völlum. Habaneras verslunarmiðstöðin er í einungis 12 mín. akstursfjarlægð.