Spánarheimili kynnir:
Flottar eignir í Moncayo Laguna í Villamartin staðsett á milli 3 af bestu golfvöllum á svæðinu og stutt frá allri þjónustu og veitingastöðum. Einnig er stutt í Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina og næstu strendur á Orihuela Costa svæðinu.
Um er að ræða ný og flott einbýli með hágæða hönnun og opnu skipulagi á tveimur hæðum með einkaþaksvölum og stórri lóð með bílastæði og einkasundlaug á veröndinni.
Eignirnar verða með 3 svefnherbergi og 3 baðherbergi.
Neðri hæðin er með einu svefnherbergi og einu baðherbergi ásamt opnu rými með eldhúsi og stofu.
Efri hæðin er með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Hjónaherbergið er með einkabaðherbergi og eru bæði herbergin með aðgengi úr á svalirnar.
Verð frá 399.900 € - 449.900 €
Tilbúið til afhendingar 12-14 mánuðum frá undirritun á samningi.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is