Spennandi kjarni í byggingu í Los Altos. Þetta munu verða 8 blokkir samtals og íbúðir verða tilbúnar til afhendingu í maí 2026. Stutt er í flesta þjónustu og aðeins nokkrar mínútur í matvörubúð og á næstu veitingastaði. Einnig eru aðeins um 8 mínútur í stóru verslunarmiðstöðina Zenia Boulevard.
Um er að ræða íbúðir á jarðhæðum með einkagarði og svo á miðhæð með svölum og þakíbúðir með einka þaksvölum
Hver íbúð er með 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi ásamt glæsilegu eldhúsi sem er opið til stofu og borðstofu. Frá stofu er gengið út á svalir sem eru með útsýni yfir sameiginlegan garð þar sem er stór sundlaug sem eigendur hafa aðgang að. Það fylgir með stæði í bílakjallara og geymsla inn af stæði og svo er spa aðstaða, líkamsrækt, barnaleiksvæði, heilsulind með nuddpottum og margt fleira.
Bæði svefnherbergin eru með innbyggða fataskápa og annað herbergið er svíta og er því með einkabaðherbergi.
Verð frá 272.000€ upp í 329.000€
Þeir sem festa sér draumaeignina með 10.000€ staðfestingargjaldi fá allt innifalið sbr.: aircon, lýsingarpakka, húsgagnapakka, rafmagnstæki (ísskápur, þvottavél, sjónvarp osfv.), eldhúsbúnað, bílastæði og geymslupláss.
Tilbúið til afhendingar í maí 2026
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið
Orihuela Costa er breið strandlengja á Costa Blanca suður með ótrúlegu útsýni, notalegum víkum, ströndum með hvítum sandi og fögrum Miðjarðarhafsskógi. Strandlengjan er 16 kílómetra löng og er í 20 kílómetra fjarlægð frá borginni. Á síðustu árum hefur verið mikil uppbygging í ferðaþjónustu á svæðinu. Mörg falleg hverfi eru á svæði Orihuela Costa auk glæsilegra golfvalla svo sem Villamartin, Las Ramblas, Campoamor og Las Colinas. Nokkrar verslunarmiðstöðvar eru á svæðinu, þar á meðal ein sú stærsta á Spáni. Þar má einnig finna strendur með bláa fánanum, sem þýðir að þær uppfylli hæstu gæðakröfur sem gerðar eru um strendur Evrópu. Má í því sambandi nefna Punta Prima, Playa de la mosca, Calas de Playa Flamenca, La Zenia, Cabo Roig og Campoamor. Í stuttu máli, fullkominn staður fyrir þá sem velta fyrir sér kaupum á eign við ströndina. Framboðið er mikið og verðið afar samkeppnishæft. Orihuela Costa skiptist upp í nokkrar íbúðabyggðir, hvort sem er nær eða fjær ströndu eða í grennd við golfvöll – allir ættu að geta fundið sitthvað við sitt hæfi.