Spánarheimili kynnir:
Raðhús í notalegum bæ Daya Nueva sem er staðsett nálægt Algorfa og Rojales, 25 mínútum frá miðbæ Torrevieja og 20 mínútum frá næstu strönd í Guardamar del Segura. Bærinn býður upp á alla þjónustu, afþreyingu, bari og veitingastaði.
Um er að ræða 254 m2 raðhús á tveimur hæðum með þaksvölum.
Jarðhæðin er með stóran bílskúr með pláss fyrir 3 bíla ásamt klósetti og innbyggðu grilli.
Efri hæðin er aðalhæðin með þremur svefnherbergjum, tveimur fullbúnum baðherbergjum, setustofu, björtu eldhúsi og þvottahúsi.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is