Spánarheimili kynnir: Nýjar íbúðir á Santa Rosalia Resort, þar sem komið er inn um hlið og þar sem enginn kemst inn nema í gegnum hliðið. Innan svæðisins er strandhús með veitingastöðum, líkamsræktarstöð og heilsutengdri starfsemi.
Santa Rosalía er staðsett á Costa Cálida, í um 20 mínútna fjarlægð frá La Zenia. Ekið er suður frá Torrevieja svæðinu. Svæðið státar af stærsta gervi afþreyingarvatni í Evrópu, með flatarmáli um 160.000 fermetrar, jafngildir um 22 fótboltavöllum. Byggingarnar samanstanda af 6 fjölbýlishúsum með sameiginlegri sundlaug í miðju samstæðunnar.
Þar á meðal eru íbúðir á jarðhæð með sérgörðum, íbúðir á mið hæðum með svölum og þakíbúðir með þaksvölum.
Íbúðirnar eru með 2/3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum ásamt opnu eldhúsi, borðstofu og stofu með útgengi út á garð/svalir.
Sérhverri eign fylgir sérbílastæði og geymsla.
Stærð frá 86 m2 - 112 m2
Verð frá €283.900 - €445.900
Um svæðið:
Santa Rosalía er einstakt svæði og heimili stærsta manngerða lóns í Evrópu. Svæðið er í örri uppbyggingu, en Santa Rosalía er staðsett á Costa Cálida, um það bil 20 mínútna akstursfjarlægð frá Torrevieja. Þorpið Los Alcázares er í göngufæri, þar sem finna má úrval veitingastaða, matvöruverslana og alla hugsanlega þjónustu.
Ferðamannasvæðið Santa Rosalía er sérstaklega hannað til að íbúar geti slakað á og notið sín. Þar má finna víðáttumikil græn svæði með leiksvæðum fyrir börn og fullorðna, ásamt fjölbreyttum íþróttaaðstöðu eins og körfubolta, golfi og strandblaki. Göngu- og hjólastígar liggja um allt svæðið og eru kjörnir til lautarferða og grillveislu með fjölskyldunni. Síðast en ekki síst er þar stórt og tær lón þar sem hægt er að stunda vatnaíþróttir, ásamt klúbbhúsi með veitingastað og líkamsræktarstöð.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is