Spánarheimili kynnir: Glæsilegar villur nýjum kjarna í Roldán sem er bær í Murcia héraðinu sunnan við Torrevieja svæðinu eða ca. hálftíma frá. Roldán er notalegur spænskur bær þar sem stutt er að nálgast flesta þjónustu og veitingastaði og aðeins nokkra mínútna göngufæri að miðbæ Roldán. Um er að ræða 90 m2 villur með þrem svefnherbergjum og tveim baðherbergjum, opnu eldhúsi og rúmgóðri stofu/borðstofu með aðgengi út á stóra og flotta ca. 245 m2 verönd/garð sem er í kringum alla eignina með einkasundlaug og innkeyrslu með bílastæði. Það eru einnig ca. 61 m2 þaksvalir þar sem hægt er að njóta góðra stunda undir sólinni. Verð 349.950 € Tilbúnar til afhendingar í mars 2023