Spánarheimili kynnir: Nýbyggð villa í Moraira sem er bær á milli Calpe og Valencia. Þessi villa er byggð á 970 m2 lóð þar sem er 140 m2 verönd með einkasundlaug og bílastæði.
Húsið er byggt á tveimur hæðum og er með 4 svefnherbergi og 5 baðherbergi, stórt og glæsilegt eldhús sem er opið til stofu og borðstofu.
Á jarðhæð er gengið inn og þar er eldhúsið, stofan, borðstofan, klósett og flott þvottahús. Einnig er master svíta sem er með risa fataskáp og einkabaðherbergi. Á annarri hæð eru 3 svefnherbergi sem eru með stærðar innbyggða fataskápa og öll með einkabaðherbergi. Hægt er að ganga út frá öllum svefnherbergjum út á svalir þar sem er æðislegt útsýni til sjávar.