Spánarheimili kynnir: Flottar eignir í Las Filipinas sem er í San Miguel. Eignirnar eru staðsettar nálægt allri þjónustu og mörgum og fjölbreyttum veitingarstöðum.
Eignirnar eru á tveimur hæðum með sólarþaki en hægt er að fá stóran kjallara líka með tveim svefnherbergjum og einu baðherbergi á 8.500€. Á lóðinni er bílastæði, 75-93m2 verönd og hægt er að bæta við einkasundlaug fyrir 8.000€. Einnig er fyrirfram uppsetning á hleðslustað fyrir rafbíla innifalin.
Á jarðhæð er nútímalegt og snyrtilegt eldhús fullbúið öllum tækjum opið til stofu og borðstofu, þvottahús, svefnherbergi og baðherbergi. Frá stofu/borðstofu er síðan gengið út á stóra verönd.
Á annarri hæð eru tvö svefnherbergi og eru þau með einkabaðherbergi. Bæði svefnherbergin hafa einnig aðgang að 14m2 svölum.
Í öllum svefnherbergjum eru innbyggðir fataskápar, inni á baðherbergjum er gólfhiti og fylgja með speglar og sturtugler.
Very frá 365.000€.