Einstakt svæði fyrir íslenska kylfinga ásamt frábærum verðum á fasteignum
Hacienda del Álamo Golf Resort er glæsilegt svæði þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi til að rækta sál og líkama hvort sem það er að spila golf, tennis, padel og eða hjólreiðar. Svæðið er staðsett suðvestur í Murcia sýslu og er mörgum golfurum vel kunnugt. GÍS golfklúbbur íslendinga á Spáni hefur m.a.náð frábærum samningum við eigendur svæðisins um góð afsláttarkjör fyrir félagsmenn GÍS.
Hacienda Del Álamo er lokað og vaktað svæði en innan svæðisins má meðal annars finna glæsilegt klúbbhús, hótel, líkamrækt, spa, tennis- og padel velli, hjólastíga, golf æfingasvæði, 36 sláttubása, ásamt 6 holu æfingavelli þannig að það finna allir eitthvað við sitt hæfi á þessum frábæra stað, ennfremur eru á svæðinu matvöruverslanir, veitingastaðir ásamt annari þjónustu.
Golfvöllurinn sjálfur er 18 holu og er að margra mati einn besti golfvöllur Murcia sýslu og er að mörgu að taka á því svæði. Hann er par 72 og 6724 metra.
Þess má geta að æfinga bækistöð Íslenska landsliðsins í golfi er einmitt á þessu svæði þannig að það segir nú ýmislegt um völlinn.
Hér að neðan má sjá og heyra viðtal við Óla Björn afreksstjóra GSÍ um svæðið. Lesa hér
Einnig má sjá hér myndaseríu frá æfingaferð golf landsliðsins á svæðinu Lesa hér
Að lokum hefur svæðið verið áfangastaður í skipulögðum golfferðum íslenskra kylfinga svona almennt.Lesa hér
Þó svo að um golfsvæði með meiru sé um að ræða þá er að nógu að taka þegar það kemur að öðrum hlutum. Svæðið er vel staðsett með tilliti til margra þátta t.d. er bærinn Fuente Alamo sjarmerandi með öll sín einkenni og er einungis í ca. 10 mínútna aksturfjarlægð frá Álamo, gullnu strendurnar í Mazzarón eru aðeins í 20 mínútna akstrusfjarlægð og inna við 30 mínútur tekur að keyra til Murcia borgar og
strandborgarinnar Cartagena, síðan til Torrevieja eru svo rétt um 45 mínútna akstur og 80 mínútna akstur til Alicante flugvallar sem er alþjóðaflugvöllur sá þriðji fjölfarnasti á Spáni í þessari upptalningu má ekki gleyma að það er ekki nema ca. 15 mínútna akstur til nýja alþjóðaflugvallarins í Murcia glæsileg mannvirki þar á ferðinni.
Rétt norðan við Hacienda del Álamo eru fjöllin Sierra Espuna sem er draumasvæði útivistarfólks hvort sem það vill ganga, hlaupa, hjóla eða klífa tinda, sannkölluð paradís.
Hacienda Del Álamo Golf Resort er byggt upp með miðjarðarhafs hönnun að leiðarljósi, fallegir pastellitir og viður einkennir byggingastílinn.
Svæðið skiptist niður í nokkur hverfi og má finna fjölbreytt byggingaform innan svæðisins eða allt frá vönduðum íbúðum til einbýlishúsa.
Spánarheimili er með góðar eignir til sölu á svæðinu og má benda á afar hagstæð verð eigna svo ekki sé talað um söluskattinn á svæðinu sem er aðeins 8% en almennt er hann 10% á Spáni á fasteignum sem leggst ofan á kaupverðið ásamt öðrum kostnaði.
Það má því með sanni segja að hægt er að gera góð kaup á þessu svæði í dag er varðar fasteignir og eins og áður hefur komið fram er þetta algjör paradís hvort sem fólk hugsar þetta sem orlofseign eða með fasta búsetu.
Við hjá Spánarheimili getum mælt með þessu svæði svo ekki sé talað um verðin þau gerast vart betri miðað við gæði.
Dæmi um eignir til sölu í Hacienda Del Álamo
2ja herbergja íbúð á annari hæð í snyrtilegum kjarna í Hacienda del Alamo
Skoða eign hér
Neðri sérhæð með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum.
3ja herbergja á 1. hæð í fjölbýli með lyftu. Sameiginlegur garður með 4 sundlaugum.
2ja svefnherbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýli með lyftu.
Skemmtilegur lokaður garður með 4 sundlaugum.
Skoða eign hér