Spánarheimili kynnir: Nýtt fjölbýlishús á 4 hæðum með 10 íbúðm í framkvæmdum á frábærum stað í miðbæ Torrevieja aðeins 250 metrum frá næstu strönd og er í göngufjarlægð frá allri þjónusta og veitingastaðum. Íbúðir sem verða hannaðar með hágæða efnum í nútímalegum stíl með opnu skipulagi. Það fylgir upphituð sameiginleg sundlaug og finnsk sauna með kjarnanum. Um er að ræða hágæða þakíbúðir og verða þær frá 139 m2 - 196 m2 með tveimur svefnherbergjum með innbyggðum fataskápum og tveimur fullbúnum baðherbergjum með gólfhita ásamt nútímalegu eldhúsi sem verður opið til stofu og frá stofunni verður aðgengi út á svalir. Einnig verða þakíbúðirnar með einkaþaksvölum. Verð frá 370.000 €. Aðeins EIN þakíbúð eftir Tilbúið til afhendingar í október/nóvember 2024 Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is Nánar um Torrevieja: Torrevieja er borg í austurhluta Alicante-héraðs Spánar, á Costa Blanca. Borgin er þekkt fyrir milt Miðjarðarhafsloftslag sitt og strandlengju. Göngugötur liggja meðfram fögrum sandströndum. Torrevieja er borg þar sem njóta má lífsins utandyra, borg sem brosir ætíð mót hafinu, borg sem er rík af hefðum og venjum en um leið nútímaleg og opin öllu sem vilja njóta lífstílsins við Miðjarðarhafið. Inni í landinu er Lagunas de la Mata-Torrevieja náttúrugarðurinn með skemmtilegum gönguleiðum og tveimur saltvötnum, annað bleikt og hitt grænt. Staðsetning Torrevieja á Íberíuskaganum þýðir að þar er meðalhiti um 18°C og meira en 300 sólskinsdagar á ári hverju. Eigendur fasteigna í Torrevieja njóta þróaðra innviða; menntastofnana, heilsugæslu, vatnagarða og verslana.