Spánarheimili kynnir: Nútímalegt einbýli í Torrevieja stutt frá flest allri þjónustu. Aðeins eru um 5 mín að labba í verslunarmiðstöðina Habaneras og stutt er að keyra niður á strandarlengjuna í Torrevieja þar sem er að finna mikið af flottum veitingastöðum og skemmtistöðum ásamt tívolí.
Þessi eign er byggð árið 2018 á 220 m2 einkalóð og er 130m2 með frábært útisvæði og einkasundlaug. Það eru 4 svefnherbergi, 3 baðherbergi og 1 klósett. Eldhúsið er opið til stofu og borðstofu og er það mjög rúmgott með nóg af skápaplássi. Svefnherbergin eru snyrtileg og eru öll með innbyggða fataskápa. Einnig er master svíta sem er með einkabaðherbergi.
Þetta hús er einnig með glæsilegar þaksvalir þar sem er hægt að njóta sólarinnar allan ársins hring.
Innifalið í verði eru húsgögn að hluta og raftæki í eldhús.