Spánarheimili kynnir:
Íbúð til sölu í Playa Flamenca í aflokuðum íbúakjarna með bílastæðum innan svæðis fyrir íbúa.
Staðsetningin er frábær en í göngufæri eru fjölmargir veitingastaðir og flest þjónusta, má td. nefna Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina.
Íbúðin er með tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi, eldhúsið er opið til stofu og frá eldhúsinu er geymsla. Íbúðin kemur einnig með loftkælingu (heitt og kalt)
Nánar um svæðið:
Orihuela Costa er breið strandlengja á Costa Blanca suður með ótrúlegu útsýni, notalegum víkum, ströndum með hvítum sandi og fögrum Miðjarðarhafsskógi. Strandlengjan er 16 kílómetra löng og er í 20 kílómetra fjarlægð frá borginni. Á síðustu árum hefur verið mikil uppbygging í ferðaþjónustu á svæðinu. Mörg falleg hverfi eru á svæði Orihuela Costa auk glæsilegra golfvalla svo sem Villamartin, Las Ramblas, Campoamor og Las Colinas. Nokkrar verslunarmiðstöðvar eru á svæðinu, þar á meðal ein sú stærsta á Spáni. Þar má einnig finna strendur með bláa fánanum, sem þýðir að þær uppfylli hæstu gæðakröfur sem gerðar eru um strendur Evrópu. Má í því sambandi nefna Punta Prima, Playa de la mosca, Calas de Playa Flamenca, La Zenia, Cabo Roig og Campoamor. Í stuttu máli, fullkominn staður fyrir þá sem velta fyrir sér kaupum á eign við ströndina. Framboðið er mikið og verðið afar samkeppnishæft. Orihuela Costa skiptist upp í nokkrar íbúðabyggðir, hvort sem er nær eða fjær ströndu eða í grennd við golfvöll – allir ættu að geta fundið sitthvað við sitt hæfi.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og
Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Ísland - skrifstofa
© Copyright SpanarHeimili · All Rights Reserved · Lagalegur fyrirvari · Skilmálar · Cookies · Web Map
Hönnun & CRM: Mediaelx
Smákökur gera þér kleift að sérsníða upplifun þína á vefsíðu okkar, segja okkur hvaða hluta vefsíðna okkar fólk hefur skoðað, hjálpa okkur að mæla árangur auglýsinga og leitar á vefnum og veita okkur innsýn í hegðun notenda svo við getum bætt skilaboðum og vörum okkar. Frekari upplýsingar
Fyrst af öllu, takk fyrir að hafa samband við okkur.
Við höfum móttekið beiðni þína um eignarviðmiðunina:2066. Einn af lyfjum okkar mun hafa samband við þig eins fljótt og auðið er.
Fyrst af öllu, takk fyrir að hafa samband við okkur.
Við höfum fengið beiðni um skýrslu ef þú lækkar verð á eigninni með tilvísuninni: 2066
Í millitíðinni skaltu skoða þetta úrval af svipuðum eignum, sem gætu haft áhuga á þér: