Spánarheimili kynnir:
Hugguleg og vel umgengin 2 svefnherbergja íbúð á 4. hæð í snyrtilegu lyftuhúsi í fyrstu línu við Los Locos ströndina sem hefur verið í eigu sama aðila frá upphafi.
Húsið sem er byggt 2004 er einkar snyrtilegt og vel umgengið. Staðsetningin er einfaldlega stórkostleg ef þú vilt vera nálægt ströndinni og Miðjarahafinu ! Svefnherbergin eru tvö, 1. baðherbergi, eldhúskrókur og stofa með svölum sem snýr í sundlaugagarðinn. Í sameiginlegu rými er sundlaug og það fylgir extra stórt endastæði í bílakjallara.
Eignin er fullbúinn og fylgir innbú allt með. Frábær staðsetning þar sem allt er i gōngufæri. Stætó stoppar í götunni og einungis 5 mínutur er í stoppistöð í Flybus sem fer til Alicante flugvallar.
Verð 179.900 evrur + kostnaður
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 558-5858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
Torrevieja er borg í austurhluta Alicante-héraðs Spánar, á Costa Blanca. Borgin er þekkt fyrir milt Miðjarðarhafsloftslag sitt og strandlengju. Göngugötur liggja meðfram fögrum sandströndum. Torrevieja er borg þar sem njóta má lífsins utandyra, borg sem brosir ætíð mót hafinu, borg sem er rík af hefðum og venjum en um leið nútímaleg og opin öllu sem vilja njóta lífstílsins við Miðjarðarhafið. Inni í landinu er Lagunas de la Mata-Torrevieja náttúrugarðurinn með skemmtilegum gönguleiðum og tveimur saltvötnum, annað bleikt og hitt grænt. Staðsetning Torrevieja á Íberíuskaganum þýðir að þar er meðalhiti um 18°C og meira en 300 sólskinsdagar á ári hverju. Eigendur fasteigna í Torrevieja njóta þróaðra innviða; menntastofnana, heilsugæslu, vatnagarða og verslana.