Spánarheimili kynnir:
Þessar frábæru íbúðir sérstaklega fyrir golfara sem eru nú í byggingu nálægt golfvellinum í Sierra Cortina og í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá verslunum, veitingastöðum og ströndum. Íbúðirnar eru allar með rúmgóðri og bjartri stofu og borðstofu með fullbúnu opnu eldhúsi, tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Svalirnar eru rúmgóðar, að hluta til yfirbyggðar og bjóða upp á óborganlegt útsýni yfir Miðjarðarhafið og Benidorm skyline. Íbúðirnar eru búnar loftkælingu/hita,rafmagns gólfhita á baðherbergjum og sólarrafhlöðum. Glæsilegur fallegur sameiginlegur sundlaugargarður með infinity sundlaug. Hverri íbúð fylgir bílastæði og geymsla í húsinu.
Nánar um svæðið:
Finestrat er við Benidorm sem er einn af vinsælli ferðamannastöðum Spánar, staðsettur í Valencia-héraði og telst höfuðborg Costa Blanca. Í dag er bærinn byggður hágæða hótelum og skýjakljúfum sem taka á móti jafn mörgum ferðamönnum erlendis frá og Spáni. Flestar verslanir og veitingahús eru í gamla bænum, en sá hluti var áður virki. Þröngar göturnar búa yfir miklum sjarma og mynda eins konar völundarhús stræta, gatna og innskota sem geyma fjöldann allan af áhugaverðum litlum búðum auk veitingahúsa og bara sem bjóða upp á gómsæta smárétti eða Tapas. Í Benidorm má finna margar af hæstu byggingum Spánar og fasteignaúrvalið er afar fjölbreytt. Hvort sem um fjárfestingu eða afslöppun er að ræða er öruggt að Finestrat tekur sérstaklega vel á móti þeim sem kaupa fasteign á staðnum.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is