Spánarheimili kynnir: Erandi Resort er nýr íbúðarkjarni á frábærum stað í Alicante borg. Kjarninn er 5. hæðir með bílakjallara og geymslum og sameiginlegri sundlaug og úti "chill svæði" á efstu hæð. Um 60 íbúðir er að ræða í öllum kjarnanum. Í boði eru 2-4 svefnherbergja eignir, 2. baðherbergja með opnu eldhúsi sem sameinast borðstofunni og svalir. Verðið frá 265.000 evrur til 319.000 evrur. Það er ekki oft sem við fáum nýbyggingar á þessu svæði og því má búast við mikilli eftirspurn eftir þessum eignum. Um svæðið. Alicante er dásamleg og lífleg borg allt árið um kring. Flest er í göngufæri og ekki skemmir fyrir hægt er að skreppa á ströndina ef þannig liggur á manni. Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni. Þaðan er akstursfjarlægð til Valencia um 90 mínútur og um fimm klst. til Barcelona. Strandlengjan við borgina er yfir 7 km löng og fjölbreyttir skemmtigarðar og aðstæður til íþróttaiðkunar eru á hverju strái. Einnig er hægt að finna fjölda áhugaverða safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Mikil matar- og vínmenning er Í Alicante sem endurspeglast í fjölda framúrskarandi veitingastaða á svæðinu. Alicante er mikil háskólaborg og því mikið af ungu fólki sem býr þar við leik og starf.