Spánarheimili kynnir: Falleg parhús í byggingu í Rojales. Mjög góð staðsetning með veitingastaði, grunnskóla og aðrar þjónustur í göngufjarlægð og nokkrum mínútum frá La Marquesa golfvellinum. Rojales er spænskur bær staðsettur við Ciudad Quesada og Benijófar, Þú ert í ca. 15-20 mínútur að keyra niður að næstu strönd í Guardamar. Þetta eru eignir sem eru frá 118 m2 til 134 m2 á tveimur hæðum. Húsin eru 3. svefnherbergja og 2. baðherbergja og mjög vönduð. Innifalið í verði er hiti í baðherbergisgólfum, tæki í eldhús (ísskápur, uppþvottavél, háfur, ofn, helluborð og þvottavél), rafmagnshlerar fyrir gluggum, fjarstýrt rafmagnsbíla hlið, uppsett tengi við bílastæði fyrir hleðslutæki (hleðslutæki ekki innifalið). Að auki er hægt að bæta einkasundlaug og þaksvölum við fyrir auka gjald. Verð frá 316.900€ til 381.900€ Tilbúið til afhendingar í Október 2025. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is Nánar um svæðið: Ciudad Quesada – Rojales er staðsett um það bil 8 kílómetra inni í landið frá Costa Blanca við Guardamar de la Segura. Alicante- og Murcia-flugvellir eru báðir í 50 kílómetra fjarlægð og næsta strönd er í innan við 10 mínútna akstursfjarlægð. Miðbær Ciudad Quesada er vel búinn verslunum, börum, veitingastöðum, golfvelli og eigin vatnagarði. Einbýli og raðhús eru fyrirferðamesti hluti fasteignaframboðsins í Quesada, en einnig er það að finna gott úrval íbúða. Framboðið er einkar heillandi, Gæði á góðu verði.