Spánarheimili kynnir: Nútímalegar íbúðir sem eru hluti af nýja Samsara íbúðarkjarnanum í San Miguel de Salinas. Hægt er að velja um fjórar mismunandi gerðir af íbúðum: efri eða neðri sérhæðir og 2. eða 3. svefnherbergja. Neðri sérhæðir eru bæði með verönd og garði af mismunandi stærð. Þessar íbúðir eru með stórum aðalgarði og öðrum minni. Efri sérhæðir eru með rúmgóðar svalir út frá stofu og þakverönd að auki. Þakverönd er 71 m2 í 2. herbergja íbúðum en 88 m2 í 3. herbergja íbúðum. Frábær stærð fyrir útieldhús eða úti líkamsrækt allt til að njóta í miðjarðarhafssólinni. Kjarninn er með aflokað og rúmgott sameiginlegt útisvæði með sundlaugum og grænum svæðum. Stærð íbúða er frá 65 m2 og er verðið frá 199.000 evrum. Nánar um svæðið: Nálægt íbúðunum eru nokkrar matvöruverslanir og veitingastaðir. San Miguel er mjög notalegur bær með ekta spænsku yfirbragð og býður upp á er hinn vinsæla miðvikudagsmorgunmarkað og fallega 18. aldar kirkjuna Iglesia de San Miguel de Salinas, staðsett á fallega bæjartorginu. Golfáhugamenn munu fá eitthvað fyrir sig, því að þú ert með marga golfvelli nálægt: Las Colinas, Villamartin, Campoamor og Las Ramblas. Íbúðarkjarninn er líka aðeins nokkrum mínútum frá hinu fræga bleika saltvatni í Torrevieja og Zenia Boulevard, stærsta verslunarmiðstöðin á Orihuela Costa er aðeins 10 mínútur frá samstæðunni. Fyrsti fasi er til afhendingar í Október 2025. Allar fleiri upplýsingar í síma 558-5858