Spánarheimili kynnir: Residencial ColladoBajo er staðsett í Águilas sem er einstakt svæði á Costa Calida, aðeins 50 mínútur frá nýja Murcia Almeria flugvellinum og 90 mínútur frá Alicante . Um er að ræða 10 íbúðir sem eru til sölu í kjarnanum. Íbúðirnar eru annað hvort með 2 eða 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, fermetrastærð 84 m2 til 140 m2 og verð byrjar á 99.000 evrum til 135.000 evrum. Íbúðirnar eru tilbúnar til innflutnings og innifalið í verði er loftkæling, rafmagnstæki, húsgagnapakki, gardínur, ljós í lofti og bílastæði. Íbúðarkjarninn sjálfur samanstendur af 114 íbúðum með 2 sameiginlegum sundlaugum. Hverri íbúð fylgir bílastæði. Það sem heillar einnar mest við þessar íbúðir er óborganlegt sjávarútsýni frá svölunum og sundlauginni. Residencial Collado Bajo er staðsett í íbúðarhverfi sem býður upp á notalegt og rólegt svæði, sjávar- og fjallaútsýni, og er vel tengt á sama tíma við ströndina og alla þá þjónustu og tómstundavalkosti sem hugur girnist, eins og t.d. markaðir, veitingastaðir, chiringuitos, heilsugæslustöð, líkamsræktarstöð, köfun og margt fleira.