Spánarheimili kynnir:
Nýr glæsilegur kjarni í byggingu á frábærum stað í Villamartin.
Stutt er í þjónustur og veitingastaði á svæðinu. Þú ert ekki nema um 3 mínútur að keyra á Villamartin Plaza þar sem má finna fjölmarga veitingastaði og bari. Villamartín golfvöllurinn er í svipaðri fjarlægð.
Einnig eru næstu strendur og verslunarmiðstöðin Zenia Boulevard í innan við 10-12 mín akstursfjarlægð.
Þessi glæsilegi íbúðarkjarni samanstendur af einungis 12 íbúðum og eru allar íbúðir 2 svefnherbergja og 2 baðherbergja.
Stórar þaksvalir með útsýni yfir hverfið fylgja þakíbúðum, 14 fm svalir fylgja íbúðum á 1. hæð og flestar neðri hæðir hafa val um einkagarð. Glæsilegt sameiginlegt svæði inniheldur sundlaug, græn svæði og slökunarsvæði. Kjarninn er aflokaður og er bílakjallari ásamt geymslu fyrir flestar íbúðir.
Eignirnar eru hannaðar í miðjarahafs resort stíl með opnu skipulagi, birtu og nátturulegum litatónum.
Fullkomið stjórnkerfi fyrir hverri eign sem stýrir rafdrifnum glugghlerum, öryggiskerfi og lýsingu og hægt er að tengja við farsíma.
Stærð íbúða eru um 81 m2 en þakíbúðir sem eru 4. í boði eru með 72-93 m2 einkaþaksvölum.
Verð frá 195.000€ til 275.000€
Eignirnar eru til afhendingar í desember 2024.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is