Spánarheimili kynnir: Stórglæsilegt einbýli sem er til afhendingar strax. Húsið er við 7 braut á La Marquesa golfvellinum, í einungis 35 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli. Stutt er á strendur Guardamar og La Marina og iðandi mannlíf Ciudad Quesada er skammt undan en La Marquesa liggur í jaðri Quesada. Um er að ræða einstakt lúxus einbýli á 2. hæðum með stórum svölum, garði, verönd og 20fm einkasundlaug. Lóðin er mjög stór eða um 445 fm. Stofa, borðstofa og eldhús eru í rúmgóðu opnu rými með aðgengi beint út á verönd. 4 svefnherbergi eru í eigninni og 4 baðherbergi. Öll tæki í eldhúsi eru innifalin eins og loftkæling (heitt og kalt) í öllu húsinu. Tvö bílastæði innan lóðar. Sjón eru sögu ríkari . . . Verð 804.000 € Nánar um svæðið: Ciudad Quesada – Rojales er staðsett um það bil 8 kílómetra inni í landið frá Costa Blanca við Guardamar de la Segura. Alicante- og Murcia-flugvellir eru báðir í 50 kílómetra fjarlægð og næsta strönd er í innan við 10 mínútna akstursfjarlægð. Miðbær Ciudad Quesada er vel búinn verslunum, börum, veitingastöðum, golfvelli og eigin vatnagarði. Einbýli og raðhús eru fyrirferðamesti hluti fasteignaframboðsins í Quesada, en einnig er það að finna gott úrval íbúða. Framboðið er einkar heillandi: Gæði á góðu verði. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is