Spánarheimili kynnir: Flott einbýli í Benijófar þar sem stutt er í þjónustur og veitingastaði í bænum. Benijófar er notalegur spænskur bær staðsettur við Rojales og Ciuadad Quesada og er ca. 20 mínútum frá Torrevieja og Orihuela Costa svæðinu. Húsið situr á 147 m2 lóð með flottri verönd og 12 m2 einkasundlaug. Húsið sjálft er 88 m2 á tveimur hæðum með þaksvölum. Neðri hæðin samanstendur af rúmgóðri stofu með aðgengi út á veröndina, nútímalegu eldhúsi sem verður opið til stofu og einu baðherbergi. Á efri hæðinni finnur þú tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi ásamt svölum með stiga upp á þaksvalirnar. Verð 270.000 €. Tilbúið til afhendingar í júlí 2023 Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is Nánar um svæðið: Benijófar er notalegur lítill bær staðsettur á milli Costa Blanca-strandarinnar og fjallanna í Alicante-héraði. Hin sérstaka nafngift er úr arabísku en bókstaflega þýðir Benijófar „sonur perlanna“. Og það er af góðri og gildri ástæðu: 320 sólríkir dagar á ári en Benijófar er í tíu mínútna aksturfjarlægð frá ströndum Guardamar. Í Benijófar má finna verslana- og veitingahúsakjarna sem þekkist undir nafninu Benimar – í raun er þar allt að finna sem prýðir spænskan smábæ.