Spánarheimili kynnir:
Falleg villa hönnuð með nútímalegri og minimalískri hönnum með opnu skipulagi og er staðsett í einstöku umhverfi við strönd í Torrevieja og stutt er í þjónustur og veitingastaði á svæðinu.
Einbýlið situr á 745 m2 er þar af leiðandi með stóran garð með stórri einkasundlaug og innkeyrslu.
Húsið sjálft er 200 m2 á tveimur hæðum með 5 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum. Gengið er inn á jarðhæð og þar má finna bílsskúr með pláss fyrir 2 bíla og eitt fjölskyldubaðherbergi og tvö svefnherbergi á jarðhæðinni.
Á næstu hæð má finna þrjú önnur svefnherbergi og tvö baðherbergi, hjónaherbergið er en-suite með einkabaðherbergi. Einnig má finna rúmgott opið alrými með flottu eldhúsi og stofu/borðstofu með aðgengi út á svalir þar sem þú hefur fallegt sjávarútsýni.
Einnig má finna stiga sem leiðir upp á þaksvalirnar þar sem þú hefur útsýni yfir hafið og umhverfið í kring.
Verð 1.399.950 €
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is