Spánarheimili kynnir: Kjarna af 8 björtum og rúmgóðum raðhúsum í Nueva Andalucia. Í þeim eru 3 svefnherbergi og 3 baðherbergi, solarium og stór garður. Á aðalhæð er "dagsvæðið" eldhús, borðstofa og útfrá stofu aðegengi að stórum einkagarði. Á efri hæðinni eru rúmgóð svefnherbergi með stórum gluggum. Solarium er með slökunarsvæði og grilli, möguleika á að setja upp nuddpott. Bílskúrinn er með pláss fyrir meira en tvö ökutæki, kjallari með náttúrulegri loftræstingu.. með þvottahúsi og geymslu. Öll húsin eru með fullkomna uppsetningu á loftkælingu (heitu-köldu) sem og gólfhita. Þrátt fyrir að vera lítill kjarni, nýtur hann allsherjar "þjónustu" á sameiginlegum svæðum sínum, með öllum þægindum; sameiginlegum sundlagargarði, nuddpottum, bílastæði í kjallara og vídeó eftirlitskerfi. Staðsettur við hliðina á Playa el Duque - Puerto Banús, og stutt frá frægu golfvöllum eins og Los Naranjos, Aloha og Las Brisas. Í nágrenninnu er fjölbreytt úrval tómstundaþjónustu með þekktum strandklúbbum og veitingastöðum. Hver eign er um 333fm stór sem eru staðsettar á mismunandi stórum lóðum, stærð einka garðs allt frá 70 - 202fm. Verð frá 685.000€.